Skip available courses

Available courses

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur nái tökum á heimildavinnubrögðum og öðlist þekkingu á tilteknum lykilþáttum í mannkynssögu frá öndverðu til nútímans. Nemendur fá innsýn í viðtalstækni og reyna sig á viðtali um söguleg efni.

Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur geti beitt félagsfræðilegum kenningum á tiltekna þætti í samfélaginu. Lögð verður áhersla á að nemendur velti fyrir sér mannréttindum, jafnrétti, frávikum, samskiptum og lagskiptingu samfélagsins.

Í áfanganum er fjallað um valda þætti í sögu annarra heimsálfa en Evrópu. Fjallað er um sögu Afríku, þar á meðal nýlenduvæðingu hennar, forn konungsveldi og nútímavæðingu. Í sögu Asíu er m.a. fjallað um fornríki Kínverja, uppgang múslima og áhrif þeirra í mið-Austurlöndum auk nútímasögu svæðanna. Loks verður fjallað um sögu Ameríku fyrir og eftir landnám Evrópumanna. Landnám Evrópumanna verður einnig skoðað í samhengi við sögu Ástralíu, Afríku og Asíu.